NÁMSKEIÐ
Unglingar og samskipti:
Vinnustofa fyrir skóla
Farið er yfir samskipti í víðu samhengi og hvað þarf til að skapa öruggt samskiptaumhverfi.
Einnig hvernig skal takast á við ágreining, hvernig setjum við mörk, samskipti á netinu og kynferðisleg sambönd og samskipti. Þá er rætt hvernig hægt er að vinna úr samskiptavanda og þaðan af alvarlegri málum.
Vinnustofan er í formi örfyrirlestra, hópavinnu og umræðu þátttakenda.
Vinnustofan hefur mælst vel fyrir og hér má sjá umsagnir tveggja skóla:
Við höfum góða reynslu af fræðslu og vinnustofum sem starfsfólk Domus Mentis Geðheilsustöð hefur verið með fyrir nemendur og foreldra hjá okkur. Uppsetning, skipulag og framkvæmd til fyrirmyndar og mjög fagleg nálgun á erfiðum málefnum. Brynjar M. Ólafsson, Skólastjóri Snælandsskóla
Við í Álfhólsskóla vorum mjög ánægð með vinnustofuna frá Domus Mentis. Vinnustofan var vel skipulögð, góð blanda af fræðslu og verkefnavinnu. Vinnustofan nær utan um vandmeðfarið viðfangsefni og ávarpar áskoranir sem getur við snúið fyrir skólann að ræða beint við nemendur/foreldra. Með því að bjóða foreldrum á að sitja vinnustofuna með nemendum skapast tækifæri til að fylgja fræðslunni eftir með góðri umræðu heima. Foreldrar og nemendur voru aðskilin í verkefnavinnu sem gerði það að verkum að nemendur gátu tjáð sig óhikað auk þess sem foreldrar fengu tækifæri til að kynnast betur, mynda tengsl og takast á við viðfangsefni saman. Við myndum hiklaust vilja fá þessa vinnustofu fyrir fleiri árganga í skólanum. Sigrún Erla Ólafsdóttir, aðstoðarskólastjori Álfhólsskól
Námskeið fyrir aðstandendur með það að markmiði að þeir geti öðlast skýrari sýn á þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga einhvern að sem glímir við geðrænan vanda. Farið er í það hjálparleysi sem algengt er að aðstandendur upplifa samhliða veikindum. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur.
Skráning í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is.
AÐSTANDENDUR FÓLKS MEÐ FÍKNIVANDA
Markmið námskeiðsins er að veita aðstandendum skýrari sýn á þá flóknu stöðu sem fylgir því að eiga einhvern að sem glímir við fíknivanda. Farið er í það úrræðaleysi sem algengt er að aðstandendur upplifa. Kenndar eru hjálplegar leiðir til stuðnings og bjargráð fyrir aðstandendur.
Skráning í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is.
SKEMMTILEGRA SAMLÍF
Námskeið fyrir pör til að auka færni í samskiptum sem skilar sér í skemmtilegra samlífi. Kenndar eru árangursríkar aðferðir úr fjölskyldufræðum til að bæta samskiptafærni para, einnig verður farið í hvernig má viðhalda kynlöngun í langtímasambandi.
Skráning í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is.
REIÐISTJÓRUN
Námskeið í reiðistjórnun getur verið árangursríkt til að ná tökum á viðbrögðum við reiði og öðrum erfiðum tilfinningum.
Skráning í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is.
Mindful Self-Compassion (M-SC) miðar að því að leggja rækt við sjálfan sig, mæta sér með góðvild og hlýju svipað og við reynum að sýna öðru fólki í okkar návist.
Skráning í síma 581-1009 eða með tölvupósti á dmg@dmg.is.