top of page
Ágúst Pálsson

581 1009

Ágúst Pálsson

Sálfræðingur

Ágúst Pálsson sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Ágúst styðst styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM) og nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.

Ágúst Pálsson, útskrifaðist sem sálfræðingur 2021. Hann sinnir greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum.

Hugræn atferlismeðferð
Ágúst beitir gagnreyndum aðferðum við greiningu og meðferð á sálrænum vanda og styðst fyrst og fremst við hugræna atferlismeðferð (HAM). Hann nýtir gagnreynd mælitæki til að mæla árangur meðferðar.

Menntun
Árið 2019 lauk Ágúst BSc prófum í sálfræði og tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Hann starfaði einnig við ýmis rannsóknarstörf á sviði sálfræðinnar hjá Háskóla Íslands og Oxford háskóla þar sem hann forritaði tilraunir í sýndarveruleika. Þá sneru rannsóknirnar meðal annars að minni, athygli, sjónskynjun og gaumstoli.
Vorið 2021 útskrifaðist hann með MSc gráðu í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands og fékk starfsleyfi sama ár. Ágúst hefur klíníska reynslu frá starfsþjálfun sinni á Reykjalundi undir handleiðslu reyndra sálfræðinga, annars vegar hjá Ingu Hrefnu Jónsdóttur, forstöðusálfræðingur á Reykjalundi, og Ellu Björt Teague, klínískur taugasálfræðingur og yfirsálfræðingur í tauga- og hæfingarteymi Reykjalundar. Þar fékk hann þjálfun í meðferðarvinnu á sjúklingum á lungnasviði, hjartasviði ásamt þeim sem voru að kljást við eftirköst COVID-19 sjúkdómsins. Vandinn var af ýmsum toga, til að mynda þunglyndi, kvíði, sjálfsvígshugsanir, lágt sjálfsmat, stífar kröfur, áföll ásamt því að læra að takast á við lífið eftir heilsubrest. Þá var einna helst notast við HAM við greiningu og meðferð. Einnig fékk hann þjálfun í taugasálfræðilegu mati á sjúklingum á taugasviði.

Í þokkabót hlaut hann klíníska reynslu hjá sálfræðiráðgjöf háskólanema við HÍ undir handleiðslu Gunnars Hrafns Birgissonar, Ingu Hrefnu Jónsdóttur og Þórðar Arnar Arnarssonar, þar sem notast var við HAM. Þar fékk hann þjálfun í greiningu og meðferð hjá fullorðnum við meðal annars þunglyndi, kvíða, lágu sjálfsmati, ofsakvíða, námskvíða og svefnvanda. MSc verkefnið hans snerist um ofsóknarkennd (e. paranoia) í sýndarveruleika.

Ágúst hefur áhuga á þunglyndi, ofsakvíðaröskun og ýmsum öðrum kvíðaröskunum og áráttu- og þráhyggjuröskun.

Áhugamál
Ágúst hefur áhuga á tónlist, forritun, sýndarveruleika og æfði á tímabili fótbolta, handbolta og glímu hjá Mjölni.

Greinar
Kristjánsson, T., Draschkow, D., Pálsson, Á., Haraldsson, D., Jónsson, P. Ö. og Kristjánsson, Á.
(2020). Moving foraging into 3D: Feature versus conjunction-based foraging in virtual reality.
Quarterly Journal of Experimental Psychology. https://doi.org/10.1177/1747021820937020

bottom of page