581 1009
Anna Friðrikka Jónsdóttir
Sálfræðingur
Anna Friðrikka sinnir meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún sinnir meðal annars kvíðameðferð, meðferð við lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun.
Anna Friðrikka sinnir meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum og ungmennum. Hún sinnir meðal annars kvíðameðferð, meðferð við lágu sjálfsmati og áfallastreituröskun.
Anna styðst fyrst og fremst við gagnreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í meðferðarvinnu með skjólstæðingum og nýtir gagnreynd mælitæki til að meta árangur meðferðar.
Anna hefur bæði reynslu á að vinna með börnum og fullorðnum.
Starfsreynsla Önnu er frá geðsviði Landspítalans, þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar, leikskólum og grunnskólum.
Anna hefur lokið námi í klínískri sálfræði MSc. frá Háskólanum í Reykjavík og hagnýtri sálfræði MS. frá Háskóla Íslands. Anna Friðrikka hefur unnið við rannsóknir tengda líðan ungmenna (Lifecourse) á vegum HR og Rannsóknar og greiningar. Lokaverkefni Önnu í sálfræðináminu voru námsárangur og lestraráhugahvöt barna með ADHD annars vegar og hinsvegar tengsl svefngæða og ADHD hjá börnum.