6922299
Margrét Gísladóttir
Geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur
Margrét er doktor og klínískur sérfræðingur í geðhjúkrun og fjölskyldufræðingur. Hún veitir meðferð og ráðgjöf fyrir aðstandendur einstaklinga með geðrænan vanda, átröskun og ADHD.
Margrét er doktor og klínískur sérfræðingur í geðhjúkrun og fjölskyldufræðingur. Hún tekur greiningarviðtöl og veitir fjölskyldumeðferð/stuðning, ráðgjöf fyrir foreldra/aðstandenda einstaklinga (unglinga/ungs fólks) með geðrænan vanda, átröskun og ADHD. Margrét er jafnframt með foreldra-/aðstandendahópa/viðtöl fyrir fjölskyldur einstaklings með átröskun eða ADHD. Einnig býður hún fjölskyldu- og hjónaviðtöl vegna samskiptavanda.
Menntun
Margrét lauk meistaraprófi í geðhjúkrun 2006 frá Háskóla Íslands og doktorsprófi frá sama háskóla 2016 með áherslu á foreldrahópa og foreldraviðtöl einstaklinga með átröskun og ADHD. Hún lauk prófi í fjölskyldu- og hjónameðferð frá University of London (UCL) 2000. Margrét fékk sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun 2010.
Starfsreynsla
Margrét hefur um 25 ára reynslu af að vinna á legudeildum og göngudeildum geðsviðs Landspitala og eitt ár á dagdeild fyrir einstaklinga með átröskun í London. Undanfarin 13 ár hefur hún starfað á göngudeild BUGL (Barna- og unglingageðdeild Landspítala) í almennu teymi og átröskunarteymi ásamt að vera teymisstjóri. Margrét vann áður bæði á legu- og göngudeild geðsviðs frá 1994 og var brautryðjandi í stofun átröskunarþjónustu á Landspítala árið 2001. Einnig rak hún einkastofu ásamt öðrum fagaðilum árin 2003-2011 fyrir einstaklinga/fjölskyldur einstaklinga með átröskun.
Önnur störf
Margrét er stundakennari við HÍ í geðhjúkrun, fjöskylduviðtölum/meðferð og átröskun. Margrét hefur handleitt nemendur í lokaritgerð í hjúkrunarfræði í grunnnámi eða á meistarastigi. Margrét hefur flutt fjölda fyrirlestra fyrir fagaðila um fjölskylduviðtöl/meðferð, átröskun og ADHD.
Ráðgjöf og handleiðsla fyrir fagaðila
Margrét veitir ráðgjöf og handleiðslu fyrir fagaðila í fjölskyldumeðferð/stuðningi fyrir fjölskyldur einstaklinga með átröskun eða ADHD. Jafnframt býður hún handleiðslu fyrir fagaðila á foreldrahópa/-viðtöl einstaklinga með átröskun en handbók fylgir með.
Endurmenntun
Margrét hefur lagt áherslu á viðhalds- og endurmenntun og sótt fjölda námskeiða svo sem í fjölskyldumeðferð, hugrænni atferlismeðferð og hvatningarmeðferð á Íslandi og erlendis.
Margrét veitir meðferð á íslensku og ensku.