top of page
Selma Ósk Höskuldsdóttir

581 10 09

Selma Ósk Höskuldsdóttir

Sálfræðingur

Selma Ósk veitir meðferð við sálrænum vanda hjá fullorðnum. Selma styðst fyrst og fremst við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í meðferðarvinnu með skjólstæðingum og notar gagnreynd mælitæki til að meta árangur.

Selma Ósk veitir meðferð við sálrænum vanda hjá fullorðnum. Selma styðst fyrst og fremst við aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í meðferðarvinnu með skjólstæðingum og notar gagnreynd mælitæki til að meta árangur.
Selma lauk BSc gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands 2015 og útskrifaðist með MSc gráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2021. Selma starfaði áður hjá SÁÁ þar sem hún sinnti meðferð hjá ungmennum og fullorðnum með fíknivanda.
Í starfsnámi meistaranámsins fékk hún klíníska reynslu á Laugarás meðferðargeðdeild og Reykjalundi endurhæfingarmiðstöð. Þar vann hún með ýmsan vanda s.s. kvíða, fíknivanda, lágt sjálfsmat, lífskrísur, samskiptavanda og depurð undir handleiðslu reyndra sálfræðinga.

bottom of page